Esjan


Sumarkvöld í Esjustofu

Esjan stendur við Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennum höfuðborgasvæðisins. Talið er að Esjan hafi myndast á fyrri hluta ísaldar. Hún byggðist upp úr blágrýtis- og móbergslögum og talsvert er um innskot og bergganga í fjallinu. Esjan er syðsta blágrýtisfjallið á landinu. Nafn fjallsins er gjarnan rakið til móbergslaganna í fjallinu en nafnið þýðir tálgusteinn. Kalk fannst í giljunum fyrir ofan Mógilsá og árið 1873 var þar stundaður námugröftur. (Norðurferðir, án árs).

Kjalnesinga sögu er talað um bæinn Esjuberg þar sem landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson bjó þegar hann kom til Íslands frá Suðureyjum í Skotlandi. Í sögunni er sagt frá því að írsk kona að nafni Esja hafi komið í Kollafjörð og hafa menn þá leitt að því líkum að nafnið sé írskt að uppruna.
Sennilegri skýring er þó að orðið sé rakið til móbergslaganna í fjallinu en nafnið þýðir tálgusteinn.

Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins er starfandi við Mógilsá og þar má finna afar fjölbreyttan skóg. Þessi skógur er í sameiginlegri umsjá Rannsóknarstöðvarinnar og Skógræktarfélags Kjalarness. Flest trén eru merkt og fjölmargir stígar liggja um skóginn. Þarna er fjölbreytt fuglalíf á vorin enda koma margir flækingar við á Mógilsá (Skógrækt ríkisins, án árs).

Umhverfi Esjustofu hefur mikið aðdráttarafl og upplifir hver á sinn hátt hvort sem það er fegurð Kollafjarðarins með útsýni til Reykjavikur, og á stjörnubjörtum kvöldum stigur friðsúlan upp til himins í samkeppni við Norðurljósin. Þverfellshornið blasir við í norður og margir finna kraftinn sem býr í Esjunni og tengja við sjálfan sig.

"Esjan fjall í borg"