Matseðill

Matseðill Esjustofu

 Hér má kíkja matseðil Esjustofu. Það jafnast fátt á við næringarríka og góða magafylli áður en tekist er á við hlíðar Esjunnar. Einnig erum við með flott tilboð á matseðlum fyrir hópa. Hópamatseðlarnir henta t.d. í fermingarveisluna, brúðkaup, erfidrykkjur, fyrir fundarhöld, fyrirlestra, Þorrablótið og alls kyns uppákomur.

Heitt og Kalt

1.

Esjustofusúpa   (Gulrótar- og kókossúpa)

kr. 1.990
Mild og góð gulrótarsúpa, pakkfull af andoxunarefnum og vítamínum. Súpan er borin  fram með nýbökuðu brauði. Brauðið okkar er gerlaust speltbrauð, bakað með vínsteinslyftidufti.
2.

Esjustofu kjötsúpa/br />

kr. 2.290
Íslensk kjötsúpa er það besta sem ég fæ. Holl og góð, algjörlega pakkuð af vítamínum, hollri fitu, andoxunarefnum og trefjum.
Borin fram með nýbökuðu brauði.
3.
PIZZUR
kr. 2.290
Pizzur, margarita, peperoni, toscana ofl.
4.
Ostborgari  kr.  2.290
Grillaður "líka alvöru hamborgari"
5.
6. Grilloka með skinku pepperoni pestói og osti kr.   1.990.-
Borin fram með sætum kartöflum og sósu
7. Grilloka með grænmeti og osti kr.   1.990.-
Borin fram með sætum kartöflum og sósu

 

Annað

8.
Steinn kr.  450
Heimabakaðar speltbrauðbollur með smjöri og osti.
9.

Flatkökur með hangikjöti

kr.  550
Flatkökur með hangikjöti og smjöri (íslensk framleiðsla frá a-ö)
Okkur finnst æðislegt að maula flatkökur á leið upp Esjuna, í lautarferðinni eða bara á staðnum!!
10.
Millifínt brauð með heimatilbúinni sósu, osti og skinku.
Einföld og góð samloka, stundum eru hlutirnir líka bestir þannig!
11.
Harðfiskur
 
Harðfiskur er 90% prótein. Þó að vöðvarnir ykkar styrkist umtalsvert við að borða harðfisk, mælum við ekki með því að reyna að lyfta Esjunni upp...það hefur verið reynt.

 

Sætt og gott

12.

Döðlukaka

kr.  890
Brjálæðislega holl kaka, sprengfull af hollri fitu úr hnetum, trefjarík, með fullt af vítamínum og flóknum kolvetnum...enginn viðbættur sykur, ekkert glútein, ekkert ger og engar mjólkurvörur. Þessi kaka er nægilega holl til að borða í morgunmat og hentar einstaklega vel fyrir fjallgöngu og  eftir fjallgöngu.
13.

Eplakaka Esjustofu

kr.  890
Svolítið óhollari en t.d. döðlukakan, en sprengfull af vítamínum,en auðvitað á maður kökuna skilið eftir fjallgönguna (og þó maður fari bara í huganum).
14.
Vöfflur með þeyttum rjóma og bláberja- eða rabbabarasultu kr.  690
Vöfflur eru alltaf góðar og með smávegis af heimatilbúinni sultu og rjóma er toppinum náð (ekki Esjutoppi kannski en a.m.k. alsælutoppi).
15.
Heitt súkkulaði með rjóma (alvöru)
kr.  550
Að drekka heitt súkkulaði með fallegt útsýni fyrir augunum eru ein af lífsins hamingjustundum. Hér er ekkert hálfkák...við bjóðum upp á heitt alvöru súkkulaði með rjóma.
16.
Muffins fyrir unga sem aldna
kr.  690

Já Muffins klikkar ekki, og ekki er verra að fá sér ískalt mjólkurglas með...maður er nú bara ungur einu sinni. 

 

Heilsubarinn

17.

Fjallagarpurinn fríski

kr.   990
Gulrætur, epli, perur, engifer, appelsínur, kókósvatn
Ferskur, hreinsandi (detox) og pakkfullur af C vítamínum og andoxunarefnum. Kókósvatn hefur oft verið kallað „ drykkur lífsins” það inniheldur sömu efni og blóðvökvi og er af mörgum talin besti íþróttadrykkur sem völ er á.
18.
Suðræni fjallagarpurinn kr.   990
Ananas, epli, perur, engifer, appelsínur og kókósvatn.
Frábær og frískur með kókósvatninu góða
19.

 

!

 

Göngufólk framtíðarinnar (Barnamatseðill)

20.

Súpa dagsins með brauði

kr.  490
Hvað er betra fyrir skrokkinn en heit og holl máltíð sem yljar manni ofan í tær (og líka svolítið um hjartaræturnar).
21.
Grilluð skinku- og ostasamloka kr. 590
Léttur og góður Esjubiti fyrir göngufólk framtíðararinnar!
22.
Lífrænt framleiddur barnamatur í krukkum
kr. 300

Ekki má gleyma minnstu krílunum!! Spyrjist endilega fyrir um úrvalið sem við eigum.