Um Esjustofu

Fjölskyldan í góðum gír
Bjarki, Hans, Árni Ingi, Pjetur og Unnur

Esjustofa er hlýlegt veitinga- og kaffihús sem stendur við Esjuna, eitt vinsælasta útivistarsvæði í Reykjavík.

Esjustofa opnaði í ágúst 2009 og er ætluð jafnt fyrir göngufólk sem aðra gesti.  Fyrirtækið er með vínveitingaleyfi, veisluþjónustu og salarleigu.

Í Esjustofu er góð fundaraðstaða, fullkomið næði í friðsælu umhverfi í útjaðri borgarinnar.

Esjustofa býður líka upp á einstaka aðstöðu fyrir veislur, stórar sem smárar.

Eigendur eru Pjetur Árnason og Unnur B Hansdóttir og fjölskylda.

Framtíðarsýn

Verða þjóðþekkt fyrir afburðar þjónustu, hlýlegt andrúmloft og glæsilegt umhverfi þar sem lögð verður áhersla á að vera til fyrirmyndar í sjálfbærri þróun til framtíðar.

Esjustofa verður nútímalegt þjónustufyrirtæki með viðurkenndum alþjóðastaðli fyrir umhverfis- og gæðamál í ferðaþjónustu hér á landi sem erlendis.

Umhverfisstefna:

Umhverfið er stór hluti aðdráttarafls Esjustofu, fyrirtækið stefnir á að skuldbinda sig til að starfa eftir traustu gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sem felur í sér að hafa heildarsýn til framtíðar fyrir komandi kynslóðir.

Esjustofa, Gunnlaugskarð og Kistufell