Viðburðardagskrá


Mt. Esja Ultra 2013

Öðruvísi starfmannaferðir

 • Móttaka í Esjustofu,
 • Óvissuferð í skóginum, leikir, söngur o.fl. (engin fjallganga hentar öllum stórum sem smáum). 
 • Útigrill að hætti Esjustofu að lokinni göngu.
 • Matur, drykkir og tónlist, frábær stemming.
 • Sætaferðir      

Grillveisla fjallamanna í Esjustofu

 •  Boðið er upp á
 •  Mat og drykk,
 •  Söng og gítarstemmingu
 •  Sætaferðir 


Ofurhlaup á Esjuna, valið hlaup ársins 2013 af hlaup.is
Mt. Esja Ultra 2013.
http://www.mtesjaultra.is/

22. júní 2013

Dagskrá og veitingar í Esjutofu allan daginn fram á  rauða nótt.

- Mt. Esja Ultra Trail - Esja ofurhlaup

Mt. Esja Ultra Trail ofurhlaupið var haldið í annað skiptið laugardaginn 22. júní 2013. Boðið var upp á þrjár vegalengdir: 2, 5 eða 10 hringi upp að Steini. Stysta vegalengdin er ætluð öllum í góðu úthalds- eða fjallgönguformi.  Fimm hringir eru áskorun fyrir fólk í mjög góðu formi, en 10 hringir eru ætlaðir vönum ofurhlaupurum og fjallagörpum.

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjá karla og konur í öllum vegalengdum. Einnig verða veitt verðlaun í sveitakeppnum.

Staðsetning
Hlaupið verður ræst frá Esjustofu (allar vegalengdir)

Vegalengdir í boði

 • Mt. Esja Ultra Trail II: 2 hringir (14 km og 1200 m + hækkun)
 • Mt. Esja Ultra Trail V: 5 hringir (35 km og 3000 m + hækkun)
 • Mt. Esja Ultra Trail Xtreme: 10 hringir (70 km og 6000 m + hækkun)

nánar á www.hlaup.is

Hljómsveitin Vigri spilar í Esjustofu

Vigri flytur lög af nýjum disk bræðranna Hans og Bjarka Pjeturssona, ber nafnið Pink Boats .

Afmælisganga Esjustofu!

Laugardaginn 24. júlí n.k. ætlum við að gera okkur dagamun, njóta
sumars og fjallasælu Esjunnar og ganga yfir Esjuna þvera undir leiðsögn Þórðar Marelssonar farastjóra hjá FÍ og koma
niður í Esjustofu, grilla og kætast.

Miðvikudaginn 16. júní   Esjuhlaupameistari Nike á Íslandi 2010! 

Þverfellshorn og aftur til baka  Hlaupið verður frá Esjustofu kl. 18:00 upp að Steini við Þverfellshorn og aftur til baka.
Laugardaginn 12, júní n.k frá kl 13 - 16  verður hinn árlegi Esjudagur Ferðafélags Íslands og Visa haldinn.  Boðið upp á gönguferðir á Esjuna í fylgd fararstjóra frá FÍ . Fjallamenn mæta, ratleikur, skógarganga o.fl.
 
Dagskrá Esjustofu:
 
Tónlist og leikir á pallinum við Esjustofu
Útigrill allan daginn -  tilboð dagsins fjallahamborgara
Heitt súkkulaði og kökur og úrval gómsætrar rétta í Esjustofu.
 

Sólstöðuganga

Á lengsta degi ársins, þriðjudagskvöldið 21. júní, býður TM til Esjugöngu með leiðsögn reyndra fararstjóra frá Ferðafélagi Íslands. Allir viðskiptavinir TM eru velkomnir ásamt fjölskyldum sínum.

Göngumenn safnast saman í Esjustofu við rætur Esju (hjá Mógilsá) klukkan 20.00 þar sem farið verður í létta upphitun. Gangan hefst svo klukkan 20.30.

Ljósaganga Passið ykkur á myrkinu! Pink Boats (Bleikir bátar) Hljómsveitin Vigri (IS) Útimessa við Esjustofu Upptaka tónverk í Esjustofu Yes!! Páskeggjaleit í Esjuhlíðum Séra Gunnar Kristjánsson, prófastur og Arnhildur Valgarðsdóttir, orgelleikari Esjudagurinn 2009 Þorraþrællinn býður alla velkomna!